Skilmálar
Smáaletrið! Samt ekkert svo smátt.
Með því að panta dvöl samþykkir þú skilmála okkar.
Blæðingar/Lóðarí
Ekki er tekið við tíkum á blæðingum eða lóðaríi.
Bólusetningar
Sýna þarf bólusetningarvottorð
Kortaupplýsingar/Greiðslur
Við tökum ekki við neinum kortaupplýsingum. Allar kortaupplýsingar fara í gegnum örugga greiðslugátt Rapyd.
Almenar upplýsingar
Innskráning er milli 17:00 og 18:00.
Útskráning er á milli 11:00 og 12:00.
Innskráning er milli 17:00 og 18:00 og útskráning á milli 11:00 og 12:00 ef þú þarft að koma með að morgni til er nauðsynlegt að panta frá deginum áður, sama á við ef þú þarft að sækja seinnipart þá þarf bókunin að vera degi lengur þar sem klefi þarf að vera til staðar. Ekki er hægt að taka á móti dýri nema klefi sé til fyrir hann. Þar sem fólk hefur verið mjög ótímanlegt þá verðum við að fara í þessa nauðsynlegu breytingu á inn og útskráningar tímum.
Afbókanir
Ekkert mál er að afbóka gistingu en gera þarf það með 48 tíma fyrirvara símleiðis eða með tölvupósti ef látið er vita með minni fyrirvara greiðist ein gistinótt fyrir.
Ef ekki er mætt sólarhringi eftir að dvöl á að hefjast er bókun eytt og greiðist ein gistinótt fyrir.
Endurgreiðslur
Vinsamlegast yfirfarið tímalengd sem pantað er þar sem ekki er endurgreitt fyrir gistingu ef hundurinn er sóttur fyrir ákveðinn heimfaradag.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal þar rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands.