Persónuvernd
Almenar upplýsingar
Við munum ekki nota né deila upplýsingum þínum með neinum, nema með þeim hætti sem lýst er í þessari persónuverndarstefnu.
Við nýtum persónuupplýsingar þínar til að veita og bæta þjónustuna.
Þú samþykkir söfnun og notkun upplýsinga í samræmi við þessa stefnu með því að nota þjónustuna.
Söfnun og notkun upplýsinga
Við notkun þjónustunnar gætir þú verið beðin(n) um að veita okkur ákveðnar persónugreinanlegar upplýsingar, sem nota má til að hafa samband við þig eða auðkenna þig. Persónugreinanlegar upplýsingar geta falið í sér, en takmarkast ekki við, nafn þitt, símanúmer, heimilisfang, tölvupóstfang, aðrar upplýsingar („persónuupplýsingar”).
Skráningargögn
Við söfnum upplýsingum sem vafri þinn sendir þegar þú heimsækir þjónustuna („skráningargögn“). Þessi skráningargögn geta falið í sér upplýsingar eins og IP-tölu þína, tegund vafra, útgáfu vafra, síður þjónustunnar sem þú heimsækir, tíma og dagsetningu heimsóknar þinnar, þann tíma sem þú varðir á þessum síðum og önnur talnagögn.
Vafrakökur
Vafrakökur (e. cookies) eru smáar textaskrár sem vefsíður koma fyrir á tölvu þinni, síma eða snjalltæki þegar þú heimsækir þær. Vafrakökur eru almennt notaðar til að bæta viðmót og notendaupplifun vefsíðunnar. Einnig til þess að vefsíðan muni mikilvægar upplýsingar frá fyrri heimsóknum þínum. Vafrakökur eru öruggar, þær innihalda ekki kóða og geta ekki verið notaðar til komast inn í tölvuna þína.