Hafa samband
Bókaðu pláss, Mættu með uppáhaldsdótið, Hundurinn þinn mun njóta fríisins.
Hafa samband
Heyrðu í okkur ef þú vilt fá nánari upplýsingar. Við viljum alltaf heyra í okkar viðskiptavinum.
Hvað á að hafa með
Við mælum með því að þið komið með mat að heiman sem hundurinn er vanur svo breytingar séu sem minnstar. Einnig er gott að koma með eitthvað sem hann þekkir, eins og bæli, teppi, bangsa, dót osfrv svo að breytingar verði ekki of miklar í nýja umhverfinu.
Bólusetningarvottorð. Sýna þarf það við komu.
Skoða daga / Bóka dvöl
Þarf hundurinn frí. Skoðaðu hvort það sé laust fyrir besta vinin á þeim tíma sem þú þarft.
Dagleg rútína!
08:00 Gefinn matur.
08:30 11:00 Fara út í gerði í leik (göngutúr ef beðið er um).
11:00-12:00 Hundar afhentir.
12:00-15:00 Hvíldartími.
15:00-17:00 Hundar fara í stóra gerðið.
17:00-18:00 Tekið á móti hundum.
18:00 Gefinn matur.
Viltu bæta við þjónustu?
Hjá Jötunhundum er hægt að bæta við þjónustuna.